Flowers er þriðja breiðskífa Sin Fang

Tónlistarmaðurinn Sin Fang mun senda frá sér sína þriðju plötu þann 1. febrúar næstkomandi. Breiðskífan heitir Flowers og er gefin út af þýska útgáfufélaginu Morr Music á geisladiski og vínylplötu. Flowers er tekin upp og framleidd í samstarfi við Alex Somers, en hann hefur áður framleitt músík með Jónsa, Sigur Rós, Úlfi, Pascal Pinon og […]

Eftir 10 ára þögn kemur The Box Tree út

Næstkomandi föstudag, 21. september, kemur út ný hljómplata Skúla Sverrissonar og Óskars Guðjónssonar. Ber hún nafnið The Box Tree. Þetta er önnur hljómplata þeirra félaga en 10 ár eru liðinn frá því að fyrri plata þeirra, hin goðsagnakennda Eftir þögn kom út. Af þessu tilefni munu þeir Skúli og Óskar flytja tónlist af plötunni í […]

Cheek Mountain Thief gefur út sína fyrstu breiðskífu

Breiðskífan Cheek Mountain Thief með Cheek Mountain Thief kemur út á vegum Kimi Records  föstudaginn 17. ágúst. Hljómsveitina leiðir breski tónlistarmaðurinn Mike Lindsay (Tunng) en aðrir meðlimir eru íslenskir. Platan inniheldur 10 lög úr smiðju hans og flokkast sem folk tónlist undir vægum sýruáhrifum. Meðal gesta á plötunni má nefna Mugison, Sindra Má Sigfússon (Seabear, […]

The Heavy Experience gefa út SLOWSCOPE

Kvintettinn The Heavy Experience mun gefa út plötuna SLOWSCOPE fimmtudaginn 16. ágúst næskomandi. Þetta er fyrsta breiðskífa sveitarinnar en áður hafa þeir gefið út samnenfnda stuttskífu, en hún kom út á 10 tommu hljómplötu síðla árs 2010 á vegum Kimi Records. Tónlist The Heavy Experience er illlýsanleg blanda drunutónlistar og djass; einföld en ákveðin, þunglamaleg […]

My Bubba & Mi gefa út Wild & You

Nýkántrí hljómsveitin My Bubba & Mi mun senda frá sér hljómplötuna Wild & You miðvikudaginn 1. ágúst næstkomandi. Hljómplatan er stuttskífa og inniheldur 5 lög eftir þær My Larsdotter og Guðbjörgu Tómasdóttur. Þær hafa starfað saman sem My Bubba & Mi undanfarin 4 ár og hafa áður gefið út breiðskífuna How It’s Done in Italy. […]

Nýtt myndband frá múm

Hljómsveitin múm hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Hvernig á að særa vini sína. Lagið er að finna á safnplötunni Early Birds sem kom út hjá Morr Music útgáfunni fyrr í sumar. Leikstjóri myndbandsins er Máni M. Sigfússon, en hann hefur undanfarin ári gert myndbönd fyrir Sin Fang, Sóley, Snorra Helgason og Cheek […]

Klaufar senda frá sér plötuna Óbyggðir

Klaufar eru nú að gefa út sinn þriðja geisladisk sem ber nafnið „Óbyggðir“.   Hljómsveitina skipa þeir Guðmundur Annas Árnason söngvari, Birgir Nielsen trommuleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari, Kristján Grétarsson gítarleikari og Sigurgeir Sigmundsson stálgítarleikari. Það var í árslok 2011 sem Kristján Hreinsson skáld setti sig í samband við Klaufa og bauð þeim að vinna með […]

Sin Fang gefur út Half Dreams

Sin Fang hefur sent frá sér 12” vínylplötu sem ber heitið Half Dreams. Platan kemur út á vegum þýska útgáfufélagsins Morr Music. Half Dreams inniheldur fimm lög, meðal annars hið vinsæla Only Eyes. Það ber á ögn meira stuði og sumri á Half Dreams en fyrri verkum Sin Fang, plötunum Clangour og Summer Echoes. Nýtt […]

Kira Kira gefur út Feathermagnetik

Hljómplatan Feathermagnetik eftir Kira Kira kemur út þriðjudaginn 5. júní og verður fáanleg í öllum helstu plötuverslunum landsins. Kira Kira er hliðarsjálf tónskáldsins og leikstjórans Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur og er hljómplatan hennar þriðja breiðskífa. Feathermagnetik inniheldur 9 tónverk sem flokka má sem tilraunakennda raftónlist. Hljómur hennar er dekkri en á fyrri verkum Kira Kira og […]

múm gefur út hljómplötuna Early Birds

Hljómplatan Early Birds með hljómsveitinni múm er komin út. Early Birds er gefin út á geisladiski sem og tvöfaldri vínylplötu af þýska útgáfufélaginu Morr Music. Um er að ræða safn laga sem urðu til við lok tuttugustu aldarinnar en komu ekki út á breiðskífum sveitarinnar. Lögin urðu öll til áður fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Yesterday Was […]