Flowers er þriðja breiðskífa Sin Fang

Tónlistarmaðurinn Sin Fang mun senda frá sér sína þriðju plötu þann 1. febrúar næstkomandi. Breiðskífan heitir Flowers og er gefin út af þýska útgáfufélaginu Morr Music á geisladiski og vínylplötu. Flowers er tekin upp og framleidd í samstarfi við Alex Somers, en hann hefur áður framleitt músík með Jónsa, Sigur Rós, Úlfi, Pascal Pinon og […]

Valgeir Sigurðsson sendir frá sér Architecture Of Loss

Næstu útgáfu Bedroom Community hafa margir beðið með eftirvæntingu, en það er þriðja sólóplata Valgeir Sigurðssonar – Architecture Of Loss. Valgeir hefur haft hljótt um sig síðan Draumalandið kom út árið 2010 en hann hefur þó haft í nógu að snúast bak við tjöldin þar sem hann hefur unnið með öðrum Bedroom Community listamönnum auk þess […]

Eftir 10 ára þögn kemur The Box Tree út

Næstkomandi föstudag, 21. september, kemur út ný hljómplata Skúla Sverrissonar og Óskars Guðjónssonar. Ber hún nafnið The Box Tree. Þetta er önnur hljómplata þeirra félaga en 10 ár eru liðinn frá því að fyrri plata þeirra, hin goðsagnakennda Eftir þögn kom út. Af þessu tilefni munu þeir Skúli og Óskar flytja tónlist af plötunni í […]

Tónleikaferð Cheek Mountain Thief, tvennir tónleikar á Íslandi

Breski tónlistarmaðurinn Mike Lindsay og íslenska hljómsveitin hans, Cheek Mountain Thief, hefur fengið afbragðsviðtökur við nýrri breiðskífu þeirra, Cheek Mountain Thief. Platan kom út í ágúst í Bretlandi á vegum breska útgáfufélagsins Full Time Hobby (á vegum Kimi Records hér á landi) og hefur fengið frábæra dóma víðsvegar um Evrópu og í Bretlandi. Cheek Mountain […]

Útgáfutónleikatvenna My Bubba & Mi, í Reykjavík og á Akureyri

Íslensk-sænski nýkántrí dúettinn My Bubba & Mi mun halda tvenna útgáfutónleika vegna útgáfu plötunnar Wild & You, sem kom út á vegum Kimi Records. Þeir fyrr verða á Græna Hattinum fimmtudaginn 30. ágúst kl. 21 og þeir seinni í Norræna húsinu laugardaginn 1. september kl. 21. Sóley mun koma fram með My Bubba & Mi […]

Bönd & Bingó í Netagerðinni

Bönd & Bingó er menningaruppákoma sem fer fram í versluninni og vinnustofu Netagerðinni við Mýrargötu 14. Yfir daginn og um kvöldið verður fjölbreytt dagskrá þar sem hljómsveitir og listamenn munu troða upp. Gestum og gangandi gefst tækifæri á að taka þátt í skemmtilegum bingó-leik sem fer fram reglulega yfir daginn, sér að kostnaðarlausu. Veglegir vinningar […]

Cheek Mountain Thief gefur út sína fyrstu breiðskífu

Breiðskífan Cheek Mountain Thief með Cheek Mountain Thief kemur út á vegum Kimi Records  föstudaginn 17. ágúst. Hljómsveitina leiðir breski tónlistarmaðurinn Mike Lindsay (Tunng) en aðrir meðlimir eru íslenskir. Platan inniheldur 10 lög úr smiðju hans og flokkast sem folk tónlist undir vægum sýruáhrifum. Meðal gesta á plötunni má nefna Mugison, Sindra Má Sigfússon (Seabear, […]

The Heavy Experience gefa út SLOWSCOPE

Kvintettinn The Heavy Experience mun gefa út plötuna SLOWSCOPE fimmtudaginn 16. ágúst næskomandi. Þetta er fyrsta breiðskífa sveitarinnar en áður hafa þeir gefið út samnenfnda stuttskífu, en hún kom út á 10 tommu hljómplötu síðla árs 2010 á vegum Kimi Records. Tónlist The Heavy Experience er illlýsanleg blanda drunutónlistar og djass; einföld en ákveðin, þunglamaleg […]