Sjónrænir útgáfutónleikar Kira Kira í Hörpu

Laugardaginn 29. september kl. 21 mun Kira Kira halda sjónræna útgáfutónleika vegna hljómplötunnar Feathermagnetik í Kaldalónssal Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Með henni á tónleikunum leika Skúli Sverrisson, Úlfur Hansson og Pétur Hallgrímsson. Listamaðurinn Sara Gunnarsdóttir hefur gert hreyfimyndir (kannski til betra orð við e. animations?) við hvert einasta lag Feathermagnetik og mun þeim verða varpað […]

Cheek Mountain Thief gefur út sína fyrstu breiðskífu

Breiðskífan Cheek Mountain Thief með Cheek Mountain Thief kemur út á vegum Kimi Records  föstudaginn 17. ágúst. Hljómsveitina leiðir breski tónlistarmaðurinn Mike Lindsay (Tunng) en aðrir meðlimir eru íslenskir. Platan inniheldur 10 lög úr smiðju hans og flokkast sem folk tónlist undir vægum sýruáhrifum. Meðal gesta á plötunni má nefna Mugison, Sindra Má Sigfússon (Seabear, […]

The Heavy Experience gefa út SLOWSCOPE

Kvintettinn The Heavy Experience mun gefa út plötuna SLOWSCOPE fimmtudaginn 16. ágúst næskomandi. Þetta er fyrsta breiðskífa sveitarinnar en áður hafa þeir gefið út samnenfnda stuttskífu, en hún kom út á 10 tommu hljómplötu síðla árs 2010 á vegum Kimi Records. Tónlist The Heavy Experience er illlýsanleg blanda drunutónlistar og djass; einföld en ákveðin, þunglamaleg […]

Borko gefur út nýtt lag og kynnir væntanlega breiðskífu

Föstudaginn 27. júlí mun fyrsta lagið af væntanlegri breiðskífu tónlistarmannsins Borko koma út. Lagið er titillag plötunnar sem nefnist Born to be Free og verður fáanlegt á tónlistarveitunni Gogoyoko á föstudag og á öðrum rafrænum tónlistarveitum í kjölfarið. “B-hlið” smáskífunnar inniheldur endurhljóðblöndun af laginu eftir tónlistarundrið Hermigervil. Hljómplatan Born to be Free mun svo koma […]

Prinspóló undirbýr nýja plötu

Prinspóló er á fullu að undirbúa sína næstu breiðskífu. Síðasta breiðskífa kappans hlaut frábærar viðtökur enda með betri plötum sem komið hefur út á Íslandi síðastliðin ár. Prinsinn sendi nýverið frá sér lag sem væntanlega verður á nýju plötunni. Honum til halds og trausts í laginu er Árni Rúnar Hlöðversson úr Fm Belfast og hér […]