Rúnar Þórisson gefur út sína þriðju sólóplötu

Rúnar Þórisson, gítarleikari í hljómsveitinni Grafík, sendi nýverið frá sér sinn þriðja sólódisk, Sérhver Vá. Áður hafa komið út diskarnir Ósögð orð og ekkert meir (2005) og Fall (2010). Lög og textar, upptökustjórn, útsetningar og flutningur er í höndum Rúnars auk þess sem hann nýtur liðsinnis Guðna Finnssonar bassaleikara, Arnars Þórs Gíslasonar trommuleikara og dætra […]

Önnur breiðskífa Jöru

Pale Blue Dot er önnur plata tónlistarkonunnar Jöru og kemur út þann 1. nóvember á vegum útgáfu fyrirtækisins Angry Dancer Records. Platan hefur verið í vinnslu í nokkur ár, tekin upp víðsvegar á suð-vestur horninu af Jöru en kláruð í Hljóðrita í Hafnarfirði í samstarfi við Sigurð Guðmundsson (Hjálmar). Jara spilar sjálf á flest hljóðfærin, […]

Eftir 10 ára þögn kemur The Box Tree út

Næstkomandi föstudag, 21. september, kemur út ný hljómplata Skúla Sverrissonar og Óskars Guðjónssonar. Ber hún nafnið The Box Tree. Þetta er önnur hljómplata þeirra félaga en 10 ár eru liðinn frá því að fyrri plata þeirra, hin goðsagnakennda Eftir þögn kom út. Af þessu tilefni munu þeir Skúli og Óskar flytja tónlist af plötunni í […]

Klaufar senda frá sér plötuna Óbyggðir

Klaufar eru nú að gefa út sinn þriðja geisladisk sem ber nafnið „Óbyggðir“.   Hljómsveitina skipa þeir Guðmundur Annas Árnason söngvari, Birgir Nielsen trommuleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari, Kristján Grétarsson gítarleikari og Sigurgeir Sigmundsson stálgítarleikari. Það var í árslok 2011 sem Kristján Hreinsson skáld setti sig í samband við Klaufa og bauð þeim að vinna með […]

Melchior undirbýr útgáfu á Matur fyrir tvo

Þann 22. maí n.k. er væntanlega í hús ný breiðskífa með hljómsveitinni Melchior. Melchior hefur starfað með hléum frá því snemma á 8. áratug síðustu aldar og er því ein af langlífari hljómsveitum landsins. Nýja platan hefur hlotið heitið Matur fyrir tvo og er hún væntanlega þann 22. maí. Hér má finna hið gamla og […]

Prinspóló undirbýr nýja plötu

Prinspóló er á fullu að undirbúa sína næstu breiðskífu. Síðasta breiðskífa kappans hlaut frábærar viðtökur enda með betri plötum sem komið hefur út á Íslandi síðastliðin ár. Prinsinn sendi nýverið frá sér lag sem væntanlega verður á nýju plötunni. Honum til halds og trausts í laginu er Árni Rúnar Hlöðversson úr Fm Belfast og hér […]