Hymnodiujól

Þessi plata er gerð til að geyma lítið ævintýri sem Eyþór Ingi og Hymnodia hafa átt nokkur undanfarin jól ásamt Láru Sóleyju og Hjörleifi Erni. Jólalög hafa verið tekin og spunnin saman í eina samfellda heild á tónleikum í Akureyrarkirkju. Sumt hefur verið ákveðið fyrir fram en annað orðið til á staðnum og þannig er […]

Rúnar Þórisson gefur út sína þriðju sólóplötu

Rúnar Þórisson, gítarleikari í hljómsveitinni Grafík, sendi nýverið frá sér sinn þriðja sólódisk, Sérhver Vá. Áður hafa komið út diskarnir Ósögð orð og ekkert meir (2005) og Fall (2010). Lög og textar, upptökustjórn, útsetningar og flutningur er í höndum Rúnars auk þess sem hann nýtur liðsinnis Guðna Finnssonar bassaleikara, Arnars Þórs Gíslasonar trommuleikara og dætra […]

Úlfur sendir frá sér White Mountain

Ulfur

Tónlistarmaðurinn Úlfur gefur út plötuna White Mountain, 5.mars næstkomandi. Platan er sú fyrsta undir hans eigin nafni. Úlfur hefur komið víða við í íslenskri jaðartónlistarsenu undanfarin ár, þá helst sem liðsmaður harðkjarnasveitarinnar Swords of Chaos og svo sem bassaleikari í tónleikahljómsveit Jónsa úr Sigur Rós. White Mountain var gefin út í sérstakri japanskri útgáfu árið 2012, en kemur […]

Flowers er þriðja breiðskífa Sin Fang

Tónlistarmaðurinn Sin Fang mun senda frá sér sína þriðju plötu þann 1. febrúar næstkomandi. Breiðskífan heitir Flowers og er gefin út af þýska útgáfufélaginu Morr Music á geisladiski og vínylplötu. Flowers er tekin upp og framleidd í samstarfi við Alex Somers, en hann hefur áður framleitt músík með Jónsa, Sigur Rós, Úlfi, Pascal Pinon og […]

Valgeir Sigurðsson sendir frá sér Architecture Of Loss

Næstu útgáfu Bedroom Community hafa margir beðið með eftirvæntingu, en það er þriðja sólóplata Valgeir Sigurðssonar – Architecture Of Loss. Valgeir hefur haft hljótt um sig síðan Draumalandið kom út árið 2010 en hann hefur þó haft í nógu að snúast bak við tjöldin þar sem hann hefur unnið með öðrum Bedroom Community listamönnum auk þess […]

Cheek Mountain Thief gefur út sína fyrstu breiðskífu

Breiðskífan Cheek Mountain Thief með Cheek Mountain Thief kemur út á vegum Kimi Records  föstudaginn 17. ágúst. Hljómsveitina leiðir breski tónlistarmaðurinn Mike Lindsay (Tunng) en aðrir meðlimir eru íslenskir. Platan inniheldur 10 lög úr smiðju hans og flokkast sem folk tónlist undir vægum sýruáhrifum. Meðal gesta á plötunni má nefna Mugison, Sindra Má Sigfússon (Seabear, […]

The Heavy Experience gefa út SLOWSCOPE

Kvintettinn The Heavy Experience mun gefa út plötuna SLOWSCOPE fimmtudaginn 16. ágúst næskomandi. Þetta er fyrsta breiðskífa sveitarinnar en áður hafa þeir gefið út samnenfnda stuttskífu, en hún kom út á 10 tommu hljómplötu síðla árs 2010 á vegum Kimi Records. Tónlist The Heavy Experience er illlýsanleg blanda drunutónlistar og djass; einföld en ákveðin, þunglamaleg […]

Klaufar senda frá sér plötuna Óbyggðir

Klaufar eru nú að gefa út sinn þriðja geisladisk sem ber nafnið „Óbyggðir“.   Hljómsveitina skipa þeir Guðmundur Annas Árnason söngvari, Birgir Nielsen trommuleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari, Kristján Grétarsson gítarleikari og Sigurgeir Sigmundsson stálgítarleikari. Það var í árslok 2011 sem Kristján Hreinsson skáld setti sig í samband við Klaufa og bauð þeim að vinna með […]

Sin Fang gefur út Half Dreams

Sin Fang hefur sent frá sér 12” vínylplötu sem ber heitið Half Dreams. Platan kemur út á vegum þýska útgáfufélagsins Morr Music. Half Dreams inniheldur fimm lög, meðal annars hið vinsæla Only Eyes. Það ber á ögn meira stuði og sumri á Half Dreams en fyrri verkum Sin Fang, plötunum Clangour og Summer Echoes. Nýtt […]

múm gefur út hljómplötuna Early Birds

Hljómplatan Early Birds með hljómsveitinni múm er komin út. Early Birds er gefin út á geisladiski sem og tvöfaldri vínylplötu af þýska útgáfufélaginu Morr Music. Um er að ræða safn laga sem urðu til við lok tuttugustu aldarinnar en komu ekki út á breiðskífum sveitarinnar. Lögin urðu öll til áður fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Yesterday Was […]