Melchior – útgáfutónleikar syðri í Iðnó

Hljómsveitin Melchior heldur tónleika í Iðnó fimmtudaginn 12. júlí.  Tilefnið er útgáfa plötunnar Matur fyrir tvo og hafa tónleikarnir verið kallaðir útgáfutónleikar syðri.

Þar mun hljómsveitin flytja lög af glænýrri plötunni, ásamt völdu efni af fyrri hljómdiskum. Melchior til halds og trausts verður öflug sveit gestahljóðfæraleikara þannig að reikna má með allt að tíu manns á sviði.

Matur fyrir tvo verður til sölu á þægilegu verði á tónleikunum, sem hefjast kl. 20:30.  Miðar fást við innganginn á 1.900 kr. en sala er þegar hafin á midi.is.

Hljómsveitina skipa Hilmar Oddsson, Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Karl Roth, sem syngja og leika á gítara og hljómborð, Kristín Jóhannsdóttir söngkona, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Kjartan Guðnason trommuleikari.

Comments are closed.