Biggi Hilmars sendir frá sér All We Can Be

Fyrsta sóló breiðskífa Birgis Hilmarssonar, All We Can Be, mun líta dagsins ljós þann 1. Október næstkomandi og inniheldur 11 frumsamin lög ásamt endurútsetningu á ‘Famous Blue Raincoat’ eftir Leonard Cohen.  Platan hefur verið í vinnslu síðastliðin 3 ár og fóru upptökur fram í Lundúnum og París, en hljóðblöndun og eftirvinnsla í Reykjavík.

Birgir hefur undanfarin ár verið starfandi í London, Reykjavík, Los Angeles og New York.  Til að nefna sem tónskáld hjá Universal Music í London og Pusher Music í Los Angeles við hin ýmsu kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingaverkefni, ásamt því að semja, útsetja og vinna við upptökur á nýju plötunni.

Tón- og lagasmíðar Birgis hafa vakið athygli á erlendri og innlendri grundu og vann hann til Íslensku Tónlistarverðlaunanna árið 2006 fyrir lagið ‘My Delusions’ með hljómsveit sinni Ampop og var hljómplatan ‘Sail to the Moon’ valin plata ársins af hlustendum Rásar 2 árið 2007.  Einnig hefur Birgir samið tónlist fyrir verðlaunaframleiðandann Ridley Scott, kvikmyndirnar ‘Future Of Hope’, sem var tilnefnd til Edduverðlaunanna í fyrra og ’Heaven on Earth’ eftir verðlaunahöfundinn Deepa Mehta. Ennfremur hefur tónlist Birgis birst í sjónvarpsþáttunum ‘Kyle XY’, ‘The Cleaner’, ‘Sugar Rush’ og ‘Army Wives’ og í auglýsingum vörumerkjana Chevrolet, Motorola, Nike, Toyota og Ikea.
Tónleikar:

ÚTGÁFUTÓNLEIKAR @ Fríkirkjan                                                    FIM 4.  Okt  kl. 20.00 – 21.30

Miðasala á Miði.is

ICELAND AIRWAVES @ Harpa, Kaldalón                                         FIM 1.  Nóv kl. 23.20 – 00.10

ICELAND AIRWAVES (off-venue)@ Netagerðin                               FÖS 2.  Nóv kl. 16.50 – 17.10
ICELAND AIRWAVES (off-venue)@ Mánabar                                   FÖS 2.  Nóv kl. 19.00 – 19.30

Comments are closed.