Útgáfutónleikar Dream Central Station

Hljómsveitin Dream Central Station mun halda útgáfutónleika á tónleikastaðnum Volta föstudagskvöldið 8. mars kl. 23, hús opnar kl. 22. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af útgáfu fyrstu breiðskífu þeirra en platan Dream Central Station kom út seint á síðasta ári. Hljómsveitirnar NOLO og OYAMA hita upp og svo munu Dj Dauði og Dj Pilsner þeyta skífum eftir tónleikana.

Breiðskífa Dream Central Station kom út hjá Kimi Records seint á síðasta ári og hlaut frábæra dóma. Meðal annars sagði Björn Teitsson hjá Fréttablaðinu að “Dream Central Station geti verið stolt af þessari frumraun…” og gaf henni fjórar stjörnur af fimm. Hljómsveitin hefur haft hægt um sig síðustu vikur vegna meiðsla, en trommuleikari þeirra hælbrotnaði í byrjun árs.

Comments are closed.