Tónleikaferð Cheek Mountain Thief, tvennir tónleikar á Íslandi

Breski tónlistarmaðurinn Mike Lindsay og íslenska hljómsveitin hans, Cheek Mountain Thief, hefur fengið afbragðsviðtökur við nýrri breiðskífu þeirra, Cheek Mountain Thief. Platan kom út í ágúst í Bretlandi á vegum breska útgáfufélagsins Full Time Hobby (á vegum Kimi Records hér á landi) og hefur fengið frábæra dóma víðsvegar um Evrópu og í Bretlandi. Cheek Mountain Thief fékk meðal annars 4/5 í Q og The Sunday Times fór lofsamlegum orðum um plötuna og kallaði hana “a bizarrely beautiful album” – (The Sunday Times).

Cheek Mountain Thief er nú á leið í tónleikaferð um Evrópu til að fylgja eftir þessum vinsældum og mun koma fram í Bretlandi, Frakklandi, Hollandi sem og Íslandi, en tvennir tónleikar verða hér á landi áður en hljómsveitin leggur í hann.

Þeirri fyrri verða á Faktorý Bar í miðborg Reykjavíkur miðvikudagskvöldið 5. ágúst kl. 22 og er miðaverð 1.000 kr. Ásamt Cheek Mountain Thief koma fram Þórir Georg og spútníksveitin Good Moon Deer.

Föstudaginn 7. september verður svo haldið til Húsavíkur og haldnir heimkomutónleika á Gamla Bauk, tónleikarnir hefjast kl. 23 og kostar sömuleiðis 1.000 kr. inn.

 

Tónleikaferð – Dagsetningar:

05. september – Faktorý Bar, Reykjavík, Íslandi

07. september – Gamli Baukur, Húsavík, Íslandi

10. september – The Point, Hampshire, Englandi

11. september – The Purcell Room, Waterloo, Englandi

12. september – Thekla, Bristol, Englandi

13. september – Hare & Hounds, Birmingham, Englandi

14. september – Point Ephémére, Paris, Frakklandi

15. september – Incubate Festival, Tilburg, Hollandi

15. september – Merleyn, Nijmegen, Hollandi

16. september – Tivoli Spiegelbar, Utrecht, Hollandi

 

 

 

Comments are closed.