múm gefur út hljómplötuna Early Birds

Hljómplatan Early Birds með hljómsveitinni múm er komin út. Early Birds er gefin út á geisladiski sem og tvöfaldri vínylplötu af þýska útgáfufélaginu Morr Music. Um er að ræða safn laga sem urðu til við lok tuttugustu aldarinnar en komu ekki út á breiðskífum sveitarinnar. Lögin urðu öll til áður fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Yesterday Was Dramatic – Today is OK, kom út. Týnd lög, hugmyndir, umhverfisupptökur, lög úr leikgerð Blá hnattarins og þess háttar eru hér samankomin á safnskífu sem á sannarlega erindi við samtímann.

Hljómsveitina múm þarf vart að kynna, hún hefur starfað óslitið síðan 1997 og ávallt farið sínar eigin leiðir. Á 15 ára ferli hefur hún spilað víða um heim, gefið út sex breiðskífur og fjölmargar smáskífur og stuttskífur. Um þessar mundir vinnur hljómsveitin að sinni sjöundu breiðskífu en hún er væntanlega á næsta ári.

Comments are closed.