Sin Fang gefur út Half Dreams

Sin Fang hefur sent frá sér 12” vínylplötu sem ber heitið Half Dreams. Platan kemur út á vegum þýska útgáfufélagsins Morr Music. Half Dreams inniheldur fimm lög, meðal annars hið vinsæla Only Eyes. Það ber á ögn meira stuði og sumri á Half Dreams en fyrri verkum Sin Fang, plötunum Clangour og Summer Echoes.

Nýtt myndband við Only Eyes var á dögunum frumsýnt á hinum virta tímariti Bullett Magazine. Þar er Sin Fang að hanga með kettinum sínum, en eins og allir vita þá þykja kattarmyndbönd afar líkleg til vinsælda.

http://www.bullettmedia.com/article/video-premiere-icelandic-artist-sin-fangs-only-eyes/

Sin Fang er sem stendur á stórum túr um meginland Evrópu að kynna Half Dreams. Við heimkomu um miðjan júní er áætlað að halda nokkra tónleika, þar á meðal huggulega útgáfutónleika í lok júní.

Comments are closed.