Borko gefur út nýtt lag og kynnir væntanlega breiðskífu

Föstudaginn 27. júlí mun fyrsta lagið af væntanlegri breiðskífu tónlistarmannsins Borko koma út. Lagið er titillag plötunnar sem nefnist Born to be Free og verður fáanlegt á tónlistarveitunni Gogoyoko á föstudag og á öðrum rafrænum tónlistarveitum í kjölfarið. “B-hlið” smáskífunnar inniheldur endurhljóðblöndun af laginu eftir tónlistarundrið Hermigervil.

Hljómplatan Born to be Free mun svo koma út hér á landi þann 16. október næstkomandi og um heim allan þann 23. október. Platan er önnur breiðskífa Borko, en sú fyrri, Celebrating Life, kom út hjá Kimi Records og Morr Musicárið 2008 og hlaut prýðisgóðar viðtökur bæði hér heima og erlendis. Ljóst er að talsverð eftirvænting er meðal tónlistarunnenda eftir nýju efni frá Borko en fram í október verður titillagið að nægja.

Þeir allra spenntustu geta þó heyrt Borko og strákana í Borko flytja lög af plötunni á tónleikum á Kex hostel á fimmtudagskvöldið 2. ágúst og á Innipúkanum í Iðnó á föstudagskvöldið 3. ágúst.

Comments are closed.