Rúnar Þórisson gefur út sína þriðju sólóplötu

Rúnar Þórisson, gítarleikari í hljómsveitinni Grafík, sendi nýverið frá sér sinn þriðja sólódisk, Sérhver Vá. Áður hafa komið út diskarnir Ósögð orð og ekkert meir (2005) og Fall (2010). Lög og textar, upptökustjórn, útsetningar og flutningur er í höndum Rúnars auk þess sem hann nýtur liðsinnis Guðna Finnssonar bassaleikara, Arnars Þórs Gíslasonar trommuleikara og dætra sinna, söngkvennanna Láru og Margrétar. Auk þess koma viđ sögu málmblástursleikarar, strengjaleikarar og kvennakór. Upptökur og hljóðblöndun fóru að miklu leyti fram í Sundlauginni međ Birgi Jóni Birgissyni.

Rúnar viðar að sér straumum og stefnum héðan og þaðan og byggir á reynslu sinni af bæði klassískri tónlist og rokki. Í textunum tvinnast saman hugleiðingar um ástina og lífið og þá vá sem steðjar að hvoru tveggja.

Comments are closed.