Flowers er þriðja breiðskífa Sin Fang

Tónlistarmaðurinn Sin Fang mun senda frá sér sína þriðju plötu þann 1. febrúar næstkomandi. Breiðskífan heitir Flowers og er gefin út af þýska útgáfufélaginu Morr Music á geisladiski og vínylplötu. Flowers er tekin upp og framleidd í samstarfi við Alex Somers, en hann hefur áður framleitt músík með Jónsa, Sigur Rós, Úlfi, Pascal Pinon og fleirum.

Fyrsta lag plötunnar sem fær að hljóma á öldum ljósvakans er fyrsta lag plötunnar, Young Boys. Þar fer söngur um ævintýramennsku æskunnar, hinar óviðjafnlegu stundir langra sumarnótta þegar drengir leika lausum hala og berjast við ímyndaðar óværur, stelast til að reykja og eru vinir að eilífu.

YouTube Preview Image

 

Sin Fang er einmenningsverkefni Sindra Más Sigfússonar (Seabear) og varð til í fríum og pásum hljómsveitarinnar Seabear, sem Sindri einmitt stofnaði á sínum tíma. Sin Fang hefur áður gefið út tvær breiðskífur (Clangour og Summer Echoes) og eina stuttskífu (Half Dreams).

Comments are closed.