Melchior – útgáfutónleikar syðri í Iðnó

Hljómsveitin Melchior heldur tónleika í Iðnó fimmtudaginn 12. júlí.  Tilefnið er útgáfa plötunnar Matur fyrir tvo og hafa tónleikarnir verið kallaðir útgáfutónleikar syðri. Þar mun hljómsveitin flytja lög af glænýrri plötunni, ásamt völdu efni af fyrri hljómdiskum. Melchior til halds og trausts verður öflug sveit gestahljóðfæraleikara þannig að reikna má með allt að tíu manns […]

Nýtt myndband frá múm

Hljómsveitin múm hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Hvernig á að særa vini sína. Lagið er að finna á safnplötunni Early Birds sem kom út hjá Morr Music útgáfunni fyrr í sumar. Leikstjóri myndbandsins er Máni M. Sigfússon, en hann hefur undanfarin ári gert myndbönd fyrir Sin Fang, Sóley, Snorra Helgason og Cheek […]

Klaufar senda frá sér plötuna Óbyggðir

Klaufar eru nú að gefa út sinn þriðja geisladisk sem ber nafnið „Óbyggðir“.   Hljómsveitina skipa þeir Guðmundur Annas Árnason söngvari, Birgir Nielsen trommuleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari, Kristján Grétarsson gítarleikari og Sigurgeir Sigmundsson stálgítarleikari. Það var í árslok 2011 sem Kristján Hreinsson skáld setti sig í samband við Klaufa og bauð þeim að vinna með […]

Sumarsólstöðutónleikar Ólafar Arnalds ásamt Skúla Sverrissyni

Ólöf Arnalds heldur tvenna tónleika á Café Flóru í Grasagarðinum þann 21. og 22. júní nk. Tilefnið er sumarsólstöður og fylgir Ólöf þar með eftir sumar- og vetrarsólstöðutónleikum sínum á síðasta ári. Ólöfu til halds og trausts verður samverkamaður hennar til margra ára, Skúli Sverrisson bassaleikari og tónskáld. Ólöf leggur um þessar mundir lokahönd á […]

Útgáfufögnuður Kira Kira í Stofunni

Kimi Records slær upp litlu útgáfuhófi fyrir Feathermagnetik nýútkomna plötu Kira Kira í Stofunni við Ingólfstorg miðvikudagskvöldið 13. júní kl. 21:00. Platan verður leikin í heild sinni, léttar veitingar verða í boði og hægt verður að kaupa plötuna á kostakjörum. Feathermagnetik kom út hjá Sound of A Handshake, dótturfyrirtæki Morr Music í Evrópu og hér […]

Veislufjör hringinn í kringum landið m/ Mr Silla, Snorra Helga og Hugleiki Dagssyni

Gerið ykkur klár í bátana því hressa sumarskemmtunin Veislufjör 2012 er á leiðinni í heimsókn til ykkar. Snorri Helgason og hljómsveit hans, Mr Silla og spéfuglinn þjóðkunni, Hugleikur Dagsson, leggja í skemmtiferð hringinn í kringum landið með eitt sameiginlegt takmark; að skemmta landanum og frændfólki hans. Mr Silla leika lög af væntanlegri plötu, Snorri leikur […]

Sin Fang gefur út Half Dreams

Sin Fang hefur sent frá sér 12” vínylplötu sem ber heitið Half Dreams. Platan kemur út á vegum þýska útgáfufélagsins Morr Music. Half Dreams inniheldur fimm lög, meðal annars hið vinsæla Only Eyes. Það ber á ögn meira stuði og sumri á Half Dreams en fyrri verkum Sin Fang, plötunum Clangour og Summer Echoes. Nýtt […]

Kira Kira gefur út Feathermagnetik

Hljómplatan Feathermagnetik eftir Kira Kira kemur út þriðjudaginn 5. júní og verður fáanleg í öllum helstu plötuverslunum landsins. Kira Kira er hliðarsjálf tónskáldsins og leikstjórans Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur og er hljómplatan hennar þriðja breiðskífa. Feathermagnetik inniheldur 9 tónverk sem flokka má sem tilraunakennda raftónlist. Hljómur hennar er dekkri en á fyrri verkum Kira Kira og […]

múm gefur út hljómplötuna Early Birds

Hljómplatan Early Birds með hljómsveitinni múm er komin út. Early Birds er gefin út á geisladiski sem og tvöfaldri vínylplötu af þýska útgáfufélaginu Morr Music. Um er að ræða safn laga sem urðu til við lok tuttugustu aldarinnar en komu ekki út á breiðskífum sveitarinnar. Lögin urðu öll til áður fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Yesterday Was […]

Melchior undirbýr útgáfu á Matur fyrir tvo

Þann 22. maí n.k. er væntanlega í hús ný breiðskífa með hljómsveitinni Melchior. Melchior hefur starfað með hléum frá því snemma á 8. áratug síðustu aldar og er því ein af langlífari hljómsveitum landsins. Nýja platan hefur hlotið heitið Matur fyrir tvo og er hún væntanlega þann 22. maí. Hér má finna hið gamla og […]